Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins 2018

Siðareglur

Boðað er til aðalfundar Æskulýðsvettvangsins þann 22. mars 2018. Fundurinn verður haldinn í þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, og hefst kl. 17. 

Dagskrá aðalfundar er, samkvæmt samþykktum Æskulýðsvettvangsins, eftirfarandi:

1.      Starfsskýrsla stjórnar lögð fram til umræðu og samþykktar.

2.      Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.

3.      Fjárhags- og starfsáætlun kynnt.

4.      Lagabreytingar.

5.      Árgjald starfsársins.

6.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

7.      Önnur mál.

Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn Æskulýðsvettvangsins skriflega eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund, á netfangið aev@aev.is.

Samkvæmt samþykktum Æskulýðsvettvangsins hefur hvert aðildarfélag þrjá fulltrúa sem hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Fundurinn er opinn öllum og við hvetjum ykkur til þess að fjölmenna!